Sjóvá efst í Íslensku ánægjuvoginni þriðja árið í röð

Sjóvá efst í Íslensku ánægjuvoginni þriðja árið í röð

Sjóvá mælist efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni 2019, þriðja árið í röð.

Stjórnvísi og Zenter rannsóknir kynntu í morgun niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar, sem mælir ánægjuviðskiptavina á ýmsum mörkuðum, þar á meðal á tryggingamarkaði.

Sjóvá er efst tryggingafélaga og með marktækt hærri einkunn en það félag sem kemur næst á eftir. Við gleðjumst innilega yfir því að viðskiptavinir okkar séu ánægðustu viðskiptavinirnir á íslenskum tryggingamarkaði og hlökkum til að halda áfram að veita þeim framúrskarandi þjónustu og gera enn betur.

Kynningin á niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar var haldin á Grand Hóteli í morgun. Fundarstjóri var Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar, en mælingarnar eru í höndum Zenter. Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina og framkvæmd mælinga má sjá hér.