Mikill áhugi á nágrannavörslu

Sjóvá hefur fengið mjög góð viðbrögð við nágrannavörsluátakinu sem hófst í lok ágúst. Gildir þá einu hvort um er að ræða viðskiptavini félagsins eða aðra sem hafa áhuga á að kynna sér nánar hvað felst í nágrannavörslunni.

Fjölmargir hafa lagt leið sína á vef Sjóvá til að kynna sér efni sem þar er að finna. Hundruðir einstaklinga hafa náð sér í Handbók um nágrannavörslu en í henni er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem vilja setja upp nágrannavörslu í sínu hverfi. Töluverð ásókn hefur einnig verið á námskeiðin sem haldin verða um allt land á næstu vikum.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér frekar nágrannavörsluna að skoða efnið hér á vefnum. Einnig er öllum velkomið að hafa samband við Forvarnahúsið en þar eru starfandi sérfræðingar sem hafa kynnt sér hvað gefst vel í þessum efnum.