Hermann Björnsson og Sjóvá hljóta Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

Hermann Björnsson og Sjóvá hljóta Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, hlaut í dag Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2020.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins um verðlaunin segir að Sjóvá hafi vakið athygli fyrir góðan rekstur samhliða því sem félagið sé með ánægðustu viðskiptavini íslenskra tryggingafélaga. Þá hafi Sjóvá enn fremur verið í fararbroddi í jafnréttismálum og hlotið margar viðurkenningar fyrir árangur sinn í þeim málum.

Sjá umfjöllun Viðskiptablaðsins um Viðskiptaverðlaunin 2020 og afhendingu þeirra.