Ný björgunarstöð á Rifi

Birt í: Almennar fréttir / 7. nóv. 2012 / Fara aftur í fréttayfirlit
Ný björgunarstöð á Rifi

3. nóvember vígðu björgunarsveitin Lífsbjörg og slysavarnadeildirnar Helga Bárðardóttir og Sumargjöf nýtt húsnæði á Rifi. Húsið hlaut nafnið Björgunarstöðin Von. Af þessu tilefni færði Sjóvá félögunum fjögur slökkvitæki til notkunar í nýja húsnæðinu. 

 
Nýja húsnæðið bætir til muna aðstöðu félaganna og með tilkomu þess mun útkallstími sveitanna styttast og þar af leiðandi auka öryggi þeirra sem búa á og ferðast um svæðið.
 
Sjóvá óskar sveitunum og Snæfellsbæingum til hamingju með nýja húsnæðið.
 

Á myndinni eru Davíð Óli Axelsson formaður Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar, Inga Jóna Guðlaugsdóttir formaður slysavarnadeildarinnar Helga Bárðardóttir og Lilja Sigurðardóttir formaður slysavarnadeildarinnar Sumargjafar ásamt Kristjönu Hermannsdóttur umboðsmanni Sjóvár í Snæfellsbæ.
SJ-WSEXTERNAL-3