Nýtt app um umferðarmerki

Nýtt app um umferðarmerki

Við höfum sett í loftið nýtt app um umferðarmerki. Nú getur þú lært öll umferðarmerkin á einum stað. Appið, Umferðarmerkin, er í formi spurningaleiks þar sem þú getur prófað þekkingu þína á öllum þeim 262 merkjum sem þar er að finna.

Prófið er sniðið fyrir allan aldur, það er hentugt sem æfing fyrir bílpróf og getur líka verið góð leið fyrir fullorðna til að rifja upp þekkingu sína á umferðarmerkjunum. Þekkingin getur verið fljót að gleymast og jafnvel einhver merki bæst við síðan bílprófið var tekið og því nauðsynlegt að rifja þau upp af og til. Við hvetjum líka foreldra til að taka þátt, það getur verið skemmtileg fjölskyldustund að rifja merkin upp með unglingnum sem er að taka bílpróf.

Til 15. febrúar 2018 verðum við með leik í app­inu þar sem þú getur unnið gjafa­bréf í alla þrjá öku­skól­ana ef þú svarar öllum spurn­ing­unum um um­ferðarmerkin rétt. Fylgist líka með á Facebook því þar verðum við með nokkra lauflétta leiki þar sem einnig er hægt að vinna gjafa­bréf í öku­skól­ann.

Með appinu viljum við leggja okkar af mörkum til að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Við vitum að bætt þekking á umferðarmerkjunum skilar betri ökumönnum út í umferðina og viljum gera allt sem við getum til að gera þetta efni eins aðgengilegt ungu fólki og hægt er. Snjallsímar bjóða upp á góða leið til að miðla fræðsluefni, sérstaklega til ungs fólks, og vildum við nýta okkur það. Hugmyndin var líka að gera ökunámið aðeins skemmtilegra með því að setja fróðleikinn upp sem leik.

Við hvetjum því alla til að sækja appið, bæði sem fróðleik fyrir ökuprófið og líka til að rifja upp þekkingu sína.

Umferðarmerkin á App Store Umferðarmerkin á Google Play