Áfallavernd - Sjóvá fyrstir - Fréttatilkynning

Áfallavernd - Sjóvá fyrstir - Fréttatilkynning

Fréttatilkynning 25. feb 2007.

Áfallavernd Sjóvá.

Undanfarna daga hefur Tryggingamiðstöðin auglýst áfallahjálp sem viðbót við Heimatryggingar sínar.  Í auglýsingunum kemur fram að Tryggingamiðstöðin sé eina tryggingafélagið á Íslandi sem bjóði slíka þjónustu, en það er ekki rétt.

Sjóvá hefur haft í boði þjónustu frá miðju síðasta ári sem nefnist Áfallavernd. Áfallavernd býðst þeim sem orðið hafa fyrir miklum og alvarlegum áföllum vegna hvers kyns tjóna sem tengjast Sjóvá.  Áfallavernd er tafarlaus meðferð, ráðgjöf eða áfallahjálp sem veitt er af sálfræðingi og er  í samvinnu við Streituskólann og dr. Ólaf Þór Ævarsson geðlækni.

Starfsmenn Sjóvá hafa sótt sérstök námskeið í Streituskólanum til að efla þekkingu á alvarlegum afleiðingum áfalla í kjölfar tjóna.

Áfallavernd Sjóvá er sjálfsögð þjónusta sem hefur staðið tjónþolum til boða síðan í júní 2007.
---
Með því að smella hér má sjá frétt um Áfallavernd Sjóvá frá því í maí 2007.