Plástur á framrúðuna - Sparaðu þér eigin áhættuna

Ef bílrúðan skemmist geta viðskiptavinir okkar sparað sér eigin áhættu af dýrum framrúðuskiptum með því að láta gera við rúðuna.


Þannig sleppa viðskiptavinir okkar við að greiða eigin áhættu af viðgerðinni þar sem viðgerð á framrúðu er mun ódýrari fyrir Sjóvá en framrúðuskipti.

Þessar viðgerðir eru því bæði viðskiptavinum og Sjóvá til hagsbóta auk þess sem þetta er jákvætt fyrir umhverfið því senda þarf færri bílrúður í endurvinnslu.

Með því að setja framrúðuplástur strax á skemmda rúðu aukast líkur á því að hægt sé að gera við bílrúðuna á hagkvæman hátt í stað þess að skipta um hana.

Plásturinn geta viðskiptavinir okkar nálgast í öllum útibúum Sjóvá um allt land.

Nánari upplýsingar um átakið og þau verkstæði sem geta gert við bílrúður má finna á síðunni www.sjova.is/plastur.