Þann 25.maí undirrituðu Þór Sigfússon forstjóri Sjóvár og Ólafur Þór Ævarsson frá Streituskólanum þjónustusamning er tekur til aukinnar vinnuverndar og heilsueflingar starfsmanna félagsins.
Samningurinn gerir starfsmönnum Sjóvár kleift að fá ráðgjöf, leiðbeiningar og stuðnig í einstaklingsviðtölum í kjölfar óttavekjandi eða óþægilegra atburða í starfi eða einkalífi.
Einnig tekur Sjóvá upp þá nýjung í samvinnu við Streituskólann, að bjóða viðskiptavinum Sjóvár sem orðið hafa fyrir miklum og alvarlegum áföllum tafarlausa meðferð, ráðgjöf eða áfallahjálp sem veitt er af sálfræðingi.
Samningurinn gerir starfsmönnum Sjóvár kleift að fá ráðgjöf, leiðbeiningar og stuðnig í einstaklingsviðtölum í kjölfar óttavekjandi eða óþægilegra atburða í starfi eða einkalífi.
Einnig tekur Sjóvá upp þá nýjung í samvinnu við Streituskólann, að bjóða viðskiptavinum Sjóvár sem orðið hafa fyrir miklum og alvarlegum áföllum tafarlausa meðferð, ráðgjöf eða áfallahjálp sem veitt er af sálfræðingi.