Afkoma Sjóvár á fyrri árshelmingi 2014

Birt í: Almennar fréttir / 26. ágú. 2014 / Fara aftur í fréttayfirlit
Afkoma Sjóvár á fyrri árshelmingi 2014

Samstæðureikningur Sjóvár fyrir fyrri árshelming var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 25. ágúst 2014. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum Sjóvár.

Afkoma

Hagnaður af rekstri Sjóvár á fyrri árshelmingingi 2014 var 205 m.kr (0,13 kr. á hlut) samanborið við 843 m.kr. hagnað á sama tíma árið áður (0,53 kr. á hlut)
Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 487 m.kr. (1.259 m.kr. 6M 2013)
Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 792 m.kr. (1.092 m.kr. 6M 2013)
Tap af fjárfestingarstarfsemi nam 539 m.kr. (58 m.kr. tap 6M 2013)

Hlutföll

 • Samsett hlutfall samstæðunnar var 94,0% (92,2% 6M 2013)
 • Tjónahlutfall var 63,9% (64,5% 6M 2013)
 • Kostnaðarhlutfall var 25,6% (24,5% 6M 2013)
 • Endurtryggingahlutfall var 4,5% (3,2% 6M 2013)

Efnahagur

 • Eigið fé nam 16.987 m.kr. samanborið við 16.781 m.kr. um áramót
 • Fjárfestingareignir námu 29.946 m.kr. samanborið við 30.010 m.kr. um áramót
 • Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 38,5% en var 39,3% í upphafi árs
 • Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 2,4%
 • Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 5,65 í lok fyrri árshelmings

Afkoma Sjóvár á öðrum ársfjórðungi 2014

Afkoma

 • Hagnaður af rekstri Sjóvár á öðrum ársfjórðungi 2014 var 329 m.kr. (0,21 kr. á hlut) samanborið við 225 m.kr. hagnað á sama tíma árið áður (0,14 kr. á hlut).
 • Hagnaður fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 503 m.kr. en (396 m.kr. 2F 2013)
 • Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 474 m.kr. (827 m.kr. 2F 2013)
 • Tap af fjárfestingastarfsemi nam 88 m.kr. (543 m.kr. tap á 2F 2013).

Hlutföll

 • Samsett hlutfall samstæðunnar var 91,5% (88,3% 2F 2013)
 • Tjónahlutfall var 63,4% (63,5% 2F 2013)
 • Kostnaðarhlutfall var 24,2% (23,4% 2F 2013)
 • Endurtryggingahlutfall var 3,9% (1,4% 2F 2013)

Hermann Björnsson, forstjóri

„Vátryggingarekstur gekk vel á fyrstu sex mánuðum ársins. Í skráningarlýsingu frá í vor voru settar fram horfur um afkomu ársins 2014. Þar var gert ráð fyrir að raunvöxtur yrði í iðgjöldum, að samsett hlutfall yrði á bilinu 94-96% og að hagnaður fyrir skatta og afskriftir óefnislegra eigna yrði á bilinu 2,7 til 3,3 milljarðar króna. Útlit er fyrir að horfurnar um samsett hlutfall og raunvöxt iðgjalda gangi eftir en þróun verðbréfamarkaða það sem af er ári veldur því að ólíklegt má teljast að hagnaður verði sá sem reiknað var með í lýsingu. Markmið okkar um aukin iðgjöld að raunvirði gengu eftir og tjónahlutfall félagsins var hagfellt. Kostnaðarhlutfall hefur lækkað frá fyrsta fjórðungi og stefnt er að frekari lækkun á seinni hluta ársins. Hærri rekstrarkostnað má að hluta rekja til aukins sölu- og markaðskostnaðar en 3,1% raunvöxtur eigin iðgjalda var á fyrri árshelmingi. Allur kostnaður við skráningu félagsins er nú fallinn til.


Sjóvá hefur fengið staðfesta vottun samkvæmt ISO 27001 staðlinum en hann tekur sérstaklega fyrir upplýsingaöryggi og meðhöndlun gagna. Með vottuninni er tryggt að Sjóvá fylgi ítarlegum kröfum um aðgangsstjórnun, öryggi upplýsinga og að unnið sé eftir skráðum ferlum samkvæmt gæðakerfi. Vottunin nær yfir alla starfsemi Sjóvár og er endurnýjuð árlega með úttekt óháðs aðila.

Þann 6. júlí sl. varð stórbruni í Skeifunni í Reykjavík. Hlutur Sjóvár í þessu tjóni er nú metinn á 481 m.kr. og er hlutur endurtryggjenda 281 m.kr. þar sem eigin áhætta Sjóvár er að hámarki 200 m.kr. Að auki þarf félagið samkvæmt endurtryggingasamningnum að endurnýja þá vátryggingavernd sem reyndi á í brunanum og greiða fyrir það 32 m.kr. Nettó áhrif brunans á afkomu Sjóvár fyrir tekjuskatt á þriðja ársfjórðungi eru því 232 m.kr.“ segir Hermann.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is.


Fylgiskjöl