Sjóvá aðalbakhjarl Kvennahlaups ÍSÍ

Sjóvá aðalbakhjarl Kvennahlaups ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Sjóvá endurnýjuðu samstarfssamning um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ til þriggja ára um að Sjóvá verði aðalbakhjarl hlaupsins. Sjóvá hefur verið aðalstyrktaraðili hlaupsins síðan 1993 eða í 15 ár og er það sá íþróttaviðburður sem Sjóvá hefur styrkt hvað lengst.

Markmið Kvennahlaupsins frá upphafi er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar, ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta daga ársins. Heimasíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ er á sjova.is og þar má finna allar upplýsingar um hlaupið og myndir frá hlaupinu, sem fram fór laugardaginn 7. Júní,  ásamt myndum frá eldri hlaupum. Á næsta ári verður tuttugasta Kvennahlaup ÍSÍ haldið.

Á myndinni hér til hliðar er Ingibjörg Bergrós Jóhannsdóttir, formaður kvennahlaupsnefndar ÍSÍ og Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs, að undirrita samninginn á kvennahlaupsdaginn, 7.júní í Garðabæ.