Hjólað í hóp

Birt í: Viðburðir / 17. maí 2018 / Fara aftur í fréttayfirlit
Hjólað í hóp

Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00 - 20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp.

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman, hvernig fylgja á línu og hvernig almenn tillitsemi getur skipt öllu fyrir öryggi hjólreiðafólks og annarra vegfarenda.

Gerð verður braut á plan­inu við Sjóvá, Kringl­unni 5, þar sem þátt­tak­endur æfa beygjur og að hjóla saman tvö og tvö. Eftir það verður hjólað í ak­andi um­ferð og farið yfir hvernig best er að staðsetja sig þar sem hjól­reiðamaður, hvernig fara á í og út úr hring­torgi og fleira.

Nám­skeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjól­reiðakeppni í sumar, þar sem mik­il­vægt er að kepp­endur hafi öðlast færni í að hjóla í stórum hóp þegar keppt er á slíkum mótum.

Leiðbein­endur eru Þor­valdur Daní­els­son, oft kenndur við Hjólakraft og Reiðhjóla­bændur og Ása Guðný Ásgeirs­dóttir, sem hefur mikla reynslu af keppn­is­hjól­reiðum.

Nám­skeiðið er ókeypis en fjöldi þátt­tak­enda er tak­markaður og nauðsyn­legt að skrá sig hér fyrir neðan. Þátt­tak­endur verða að hafa náð 16 ára aldri.

Ása Guðný ræddi nýlega um námskeiðið við Fréttablaðið og má sjá viðtalið hér.

Vinsamlegast athugaðu að með því að skrá þig á námskeiðið samþykkir þú að við sendum þér SMS áminningu í uppgefið farsímanúmer deginum fyrir námskeiðið. Upplýsingarnar verða ekki notaðar með öðrum hætti.