Tvær konur í stjórn Sjóvár

5. mars 2008


Anna Birna Jensdóttir forstjóri og Margrét Pála Ólafsdóttir frumkvöðull tóku sæti í stjórn Sjóvár á aðalfundi félagsins 4. mars síðastliðinn. Aðrir í stjórn Sjóvár eru Karl Wernersson formaður, Einar Sveinsson og Guðmundur Ólason.

“Sjóvá er að feta nýjar brautir og er búið að skilgreina sig sem trygginga- og forvarnafélag. Þessar nýju áherslur kalla á meiri fjölbreytni í stjórn félagsins," segir Karl Wernersson stjórnarformaður Sjóvár.