Hvernig er best að tryggja húsnæði og innbú fyrir innbroti og þjófnaði?

Hvernig er best að tryggja húsnæði og innbú fyrir innbroti og þjófnaði?

"Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gær tilkynnt um innbrot í hverfi 109 þar sem tölvubúnaði hafði verið stolið. Þá voru talsverðar skemmdir unnar innandyra í húsinu. Þjófurinn er ófundinn, að því er fram kemur í dagbók lögreglu."

Svona hefst frétt á Vísi.is um innbrot á höfuðborgasvæðinu. Og í kjölfar slíkra innbrota, þegar húseigendur eru búnir að jafna sig á áfallinu og taka saman hverju var stolið og hvað skemmdist, vaknar eðlilega spurningin "Hvernig erum við tryggð fyrir þessu?".

Þetta skiptist í raun í tvennt; skemmdir sem verða á húsnæðinu við innbrotið og síðan innbúsmunirnir sem stolið er.

Hvernig tryggingar dekka tjónið sem þú verður fyrir í þessu tilviki?

Innbrot - Stolnir munir

Innbústrygging Sjóva tryggir þig fyrir þeim hlutum sem skemmast eða er stolið í innbroti.

  • Tjón á innbúi sem stolið er við innbrot til dæmis ef skartgripum, tölvum eða sjónvörpum er stolið.

Mikilvægt að hafa í huga: gerður er greinamunur á innbroti annars vegar og þjófnaði hins vegar. Innbrot er þegar brotist er inn með því að brjóta glugga eða skemma hurð, þjófnaður er þegar stolið er úr ólæstu húsnæði og er slíkt ekki tryggt.

Í skilmálum Innbústryggingarinnar er textinn eftirfarandi:

Vátryggingin bætir:

Tjón á hinum vátryggðu munum innbúsins sem verður við það að einhver kemst inn í læsta íbúð, herbergi, loftgeymslu, kjallarageymslu, eða sumarbústað með því að brjóta upp læsingu eða með stolnum lykli, eða fer inn um op sem ekki er ætlað til inngöngu og stelur þar eða veldur skemmdum á hinu vátryggða. Skemmdir á fasteign í sambandi við innbrotið, að undanskildum brotnum rúðum, allt að 5% af vátryggingarfjárhæðinni. Tjón á vátryggðum munum vegna ráns eða líkamsárásar. Það er forsenda bótaskyldu að á vettvangi séu ótvíræð merki þess að brotist hafi verið inn.

Við mælum því hiklaust með að fólk sé með innbústryggingu.

Innbrot - Skemmdir á húsnæði

Fasteignatryggingin bætir tjón sem verður á hurð eða glugga sem skemmast við innbrot, og líka skemmdir sem gætu orðið á parketinu ef þjófarnir

  • Tjón í þessu sambandi er þegar fasteign er skemmd og þegar einstaka hlutar fasteignarinnar eru fjarlægðir. Það telst innbrot þegar farið er í heimildarleysi inn í hús eða læst herbergi með því að brjóta upp læsingu, með stolnum lykli eða með öðrum afbrigðilegum ráðum

Áfallahjálp í kjölfar innbrota

Það er auðvitað mikið áfall þegar brotist er inn hjá fólki. Mörgum finnst erfitt að líða vel og finnst eins og heimilið sé óhreint og óöruggt lengi á eftir.

Það getur verið gott að ræða við einhvern um það sem gerðist og vinna úr áfallinu. Fyrir þá sem eru með Fjölskylduvernd 3 greiðir Sjóvá fyrir fjóra tíma í viðtalsmeðferð.

Viljir þú vita meira um fasteigna- og innbústryggingar getur þú hringt í okkur í síma 440 2000. Við viljum endilega heyra í þér.