Sjóvá hefur breytt hinni svonefndu framrúðutryggingu í bílrúðutryggingu þannig að allar rúður ökutækis verða tryggðar en ekki aðeins framrúðan. Þetta er gert til hagsbóta og einföldunar á þjónustu fyrir þá sem tryggja bifreiðar sínar hjá Sjóvá. Í vöruþróun hefur Sjóvá forystu og einfaldleika að leiðarljósi sem hefur skilað þessari einföldun til Viðskiptavina.
Þau Sigurður Þór Helgason og Karin Svanberg eru tryggð hjá Sjóvá, en þann 2. apríl komu þau að bíl sínum og sáu að hliðarrúðan hafði verið brotin. Það var vissulega bót í máli að daginn áður hafði hin nýja bílrúðutrygging tekið gildi fyrir alla viðskiptavini Sjóvá sem áður höfðu aðeins hina hefðbundnu framrúðutryggingu.