ÍMARK verðlaunin.

ÍMARK verðlaunin.

Sjóvá hlaut tilnefningu til Íslensku markaðsverðlaunanna fyrir Orkuskammtinn í flokknum ,,besti markpósturinn".


Fyrir síðustu jól sendi Sjóvá nýtt batterí, orkuskammt í reykskynjara til yfir 20.000 viðskiptavina sinna. Það var auglýsingastofan Hvíta Húsið sem framleiddi markpóstinn fyrir Sjóvá.

ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks ásamt SÍA hefur staðið að auglýsingasamkeppni undanfarin 18 ár. Keppt er í 10 flokkum og verða verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn á Íslenska markaðsdeginum sem haldinn verður í Háskólabíói 27. febrúar.