Safetravel og Sjóvá með nýtt veðurkort

Safetravel og Sjóvá með nýtt veðurkort

Í dag var opnað nýtt Íslandskort á vef Safetravel þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar um veður og færð á vegum landsins á einum stað. Kortið var þróað af Landsbjörgu, undir merkjum Safetravel, og unnið í samstarfi við okkur.

Með tilkomu kortsins verður mun einfaldara fyrir ökumenn að afla sér upplýsinga um veður og færð um allt land en áður þurfti að sækja þessar upplýsingar á mörg mismunandi kort og af síðum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar. Nú eru þessar upplýsingar aðgengilegar allar á einum stað á kortinu á safetravel.is.

Íslandskortið er einna helst hugsað til að auðvelda erlendum ferðamönnum að kynna sér aðstæður á vegum úti áður en haldið er af stað. Það nýtist íslenskum ökumönnum þó ekki síður og viljum við því hvetja alla ökumenn til að nýta sér kortið, sérstaklega yfir vetrartímann þegar færð og veður getur breyst skjótt.

Kortið var opnað formlega í gær af Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, á opnunarviðburði í Upplýsingamiðstöð ferðamála fyrr í dag.