Frost í lögnum

Frost í lögnum

Samkvæmt veðurspám næstu daga má búast við miklu frosti með mikilli þýðu strax á eftir. Frostið getur farið í 22 gráður í innsveitum landsins. Sumarhúsaeigendur um allt land eru hvattir til að huga að húseignum sínum.  Mikilvægt er að loka fyrir neysluvatn og tæma lagnir. Það getur komið í veg fyrir að lagnir frostspringi og leiði þannig af sér mikið tjón og óþægindi fyrir eigendur.

Mjög mikilvægt er að kanna aðstæður í sumarhúsi eins fljótt og hægt er eftir frostakafla því oft byrjar að leka þegar hlýnar aftur. Fyrir aðra fasteignaeigendur er mikilvægt að hafa hita á bílskúrum og útihúsum til að varna frostskemmdum.

Þetta getur þú gert:

  • Best er að hafa þrívirkan loka á neysluvatnslögnum í sumarhúsinu
  • Lokaðu ávallt fyrir neysluvatn þegar sumarhúsið er yfirgefið
  • Tæmdu vatnslagnir og viðtengd tæki
  • Haltu hita á bílskúrum og útihúsum

Teikning af tengiskáp fyrir tengigrind hitaveitu

Tækniupplýsingar jaðarveitna