Nú getur þú æft þig fyrir bílprófið í símanum

Nú getur þú æft þig fyrir bílprófið í símanum

Þegar við lærum að keyra bíl þá er margt nýtt sem við þurfum að vita. Því er mikilvægt að æfa sig vel og kynna sér vel þær reglur og merki sem gilda í umferðinni. Við vildum auðvelda fólki undirbúninginn og þess vegna gáfum við út app, Bílprófið, í samstarfi við Netökuskólann.

Appið er samansett af æfingaverkefnum sem eru keimlík bílprófinu sjálfu. Verkefnin eru byggð upp alveg eins og bílprófið og færðu niðurstöðurnar á sama formi, því er þetta góð og þægileg leið til að æfa sig fyrir prófið. Við höfum einnig gefið út annað app, Umferðarmerkin, þar sem hægt er að spreyta sig á öllum íslensku umferðarmerkjunum. Því eru þessi öpp saman mjög góður og þægilegur undirbúningur fyrir bílprófið.

Okkur er umhugað um forvarnir og viljum stuðla að auknu umferðaröryggi, því hvetjum við fólk til að sækja appið og vera þannig vel undirbúin undir umferðina og ökuprófið.

Hér er hægt að sækja bæði Bílprófið og Umferðarmerkin appið.