Er hnakkapúðinn og sætið rétt stillt?

  • Rétt stilltur hnakkapúði dregur úr líkum á því að þú fáir hálshnykk.
  • Stilltu hnakkapúðann þannig að neðsti hluti púðans nemi við eyrnasnepla og styðji þannig vel við hnakkann.
  • Stillið sætið þannig að bílstjórinn sitji uppréttur, ekki of nálægt mælaborðinu eða stýrinu.
  • Settu hendurnar upp á stýrið, ef úlnliðurinn er ofan á stýrinu þá er fjarlægðin góð.
  • Vertu viss um að ná vel í stjórntæki í gólfi. Ef fætur eru beinir þegar stigið er í botn, þá situr þú of  aftarlega.
  • Í mörgum bílum er hægt að stilla hæð bílbeltis í framsætum. Bílbelti á að liggja yfir öxlina en ekki hálsinn og á mjöðmum en ekki yfir magann.
  • Gott er að venja sig á að toga í beltið ef þú ert í þykkri yfirhöfn til þess að vera viss um að það liggi þétt upp að líkamanum.
  • Aftanákeyrslum fjölgar á haustin. Kynntu þér hvað þú getur lagt af mörkum til að draga úr þeim.