Barnatrygging Sjóvár seld á netinu á einfaldan hátt

Barnatrygging Sjóvár seld á netinu á einfaldan hátt

Um áramótin breyttum við hjá Sjóvá verklaginu við sölu á barnatryggingum okkar. Markmiðið með breytingunum er að auðvelda viðskiptavinum kaup á barnatryggingunni. Breytingin felur það í sér að ekki þarf að fylla út upplýsingar um heilsufar barns við töku tryggingarinnar. Það þýðir að hægt er að ganga frá kaupum á barnatryggingu í gegnum síma eða einfaldlega hér á sjova.is.

Barnatrygging Sjóvár er sniðin að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra. Barnatrygging er í senn sjúkdóma-, örorku- og slysatrygging fyrir barnið auk þess sem hún bætir fjölskyldunni upp tekjumissi og ófyrirséðan kostnað vegna veikinda. Sem foreldri eða náinn ættingi getur þú tryggt unga fjölskyldumeðlimi og sýnt fyrirhyggju sem mun borga sig ef eitthvað hendir barnið.

Barnatrygging kostar aðeins 1.079 kr. á mánuði og það er mjög einfalt að kaupa trygginguna hér á vefnum okkar. Viðskiptavinir í Stofni fá 10% afslátt og systkinaafsláttur er 10%.