Starfsmenn Bláa lónsins á námskeiði hjá Sjóvá

Starfsmenn Bláa lónsins á námskeiði hjá Sjóvá

Í vikunni komu 15 starfsmenn Bláa Lónsins á námskeið hjá Sjóvá um akstur og hæfni ökumanna. Margir starfsmanna Bláa Lónsins aka Reykjanesbrautina daglega og eru á fyrirtækisbílum.  Það eru því miklir hagsmunir fólgnir í því að gera hvað hægt er til þess að koma í veg fyrir slys og tjón.

Sérfræðingar Sjóvár í forvörnum fóru yfir ökutækjatjón og slys þeim tengdum hjá fyrirtækjum Bláa Lónsins en það er ávallt mjög gagnlegt að fara yfir helstu orsakir tjóna og ekki síst hvað þau kosta.  Einnig var fjallað um hugarfar ökumanna og hlutirnir settir í samhengi.  Í lokin fengu starfsmenn að aka skrikvagninum þar sem hermt er eftir hálkuakstri.