Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta

Undanfarin ár hefur Sjóvá boðið viðskiptavinum sínum í Stofni að fara með tvö börn á sýningu Leikhópsins Lottu og er engin undantekning á því í ár. Þetta sumar sýnir leikhópurinn leikritið Ljóta andarungann en boðskapur leikritsins er helgaður baráttunni gegn einelti auk þess sem þar er að finna ádeilu á útlitsdýrkun.

Líkt og fyrri ár tekst Leikhópnum Lottu að setja á svið frábæra sýningu með skemmtilegum lögum sem ungir jafnt sem aldnir hafa gaman af. Leikhópurinn verður á ferð og flugi í allt sumar en er með fastar sýningar í Elliðaárdalnum alla miðvikudaga kl. 18:00. Sýningarplanið er aðgengilegt hér.

Þeir viðskiptavinir okkar í Stofni sem hafa skráð sig á póstlistann fá á hverju vori sendan tölvupóst með miða fyrir tvö börn sem þeir framvísa á sýninguna. Þeir sem ekki eru á póstlistanum geta haft samband við okkur og fengið miðann sendan í tölvupósti eða nálgast útprentaðan miða í útibúum okkar um allt land.