Ný stjórn kjörin á aðalfundi Sjóvá-Almennra trygginga hf.

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Sjóvá-Almennra trygginga hf. þann 29. apríl 2014. Stjórnina skipa Erna Gísladóttir, Heimir V. Haraldsson, Hjördís E. Harðardóttir, Ingi Jóhann Guðmundsson og Tómas Kristjánsson.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var að loknum aðalfundinum var Erna Gísladóttir kjörin formaður stjórnar og Tómas Kristjánsson varaformaður.

Í varastjórn félagsins voru kjörin Anna Guðmundsdóttir, Erna Hlíf Jónsdóttir, Garðar G. Gíslason, Jón Diðrik Jónsson og Leifur A. Haraldsson.

Í viðhengi er að finna samantekt á helstu niðurstöðum fundarins og ársskýrslu félagsins vegna ársins 2013.

Ársskýrsla Sjóvár-2013.pdf
Helstu niðurstöður aðalfundar Sjóvár 2014.pdf