Þjónustuheimsókn Sjóvá sem endaði óvænt á slysó

Þjónustuheimsókn Sjóvá sem endaði óvænt á slysó

Undanfarna daga hefur starfsfólk okkar á Húsavík heimsótt viðskiptavini sem eru komnir yfir sjötugt og skipt um rafhlöður í reykskynjurum hjá þeim.

Vel hefur verið tekið á móti starfsmönnunum og fólk ánægt að fá svona góða heimsókn. Í einni heimsókninni kom þó svolítið óvænt upp á.

Arnar, ráðgjafi okkar á Húsavík, var að fara á milli húsa og skipta um rafhlöður.Hann bankaði upp á hjá eldri konu og þegar hún opnaði kom í ljós að hún hafði dottið ný­lega og skorist illa á and­liti við fallið.

Arnar tók sig þá til og keyrði hana beinustu leið upp á slysadeild. Þar beið hann síðan þar til hún komst að hjá lækni sem gerði að sárum hennar.

Nokkrum dögum síðar fór Arnar aftur til konunnar til að athuga líðan hennar og færði henni í leiðinni glaðning frá Sjóvá, blóm og súkkulaði. Auðvitað féll það vel í kramið.

Ætli við mættum ekki öll vera aðeins meira eins og Arnar.