Golftrygging

Golftrygging

Samstarf milli Sjóvá og Golfklúbbsins Odds um nýja golftryggingu

Tugir þúsunda Íslendinga stunda golfíþróttina af kappi, jafnvel árið um kring. Líkt og í flestum öðrum íþróttagreinum leynast í golfinu hættur, sem margir gera sér ekki grein fyrir og hugsa sjaldan eða aldrei út í. Þessi óhöpp gera ekki boð á undan sér en til eru margar sögur og dæmi hér á landi um golfara sem hafa upplifað ýmis konar óhöpp vegna áhugamálsins, s.s. tannbrot, tap á sjón eða skemmdir á búnaði. Í slíkum tilfellum eru golfarar oftast alveg ótryggðir en golftrygging Sjóvá er hugsuð til þess að tryggja þá við slíkar aðstæður.

Margir golfarar ekki tryggðir

Heimir Karlsson, fjölmiðlamaður, fór að hugsa um þetta í vor sem leið, þegar hann lék hring á Urriðaholtsvellinum hjá Oddi. Heimir kannaði málið betur og komst að því að langflestir golfarar eru alveg ótryggðir á golfvellinum.

Ný golftrygging

Í ljósi þessa eru Sjóvá, Golfklúbburinn Oddur og Heimir Karlsson að kynna til sögunnar nýja tryggingu sem býður golfurum upp á vernd fyrir ýmsum tjónum sem geta orðið á golfvellinum sjálfum. Hvort sem það er tjón á búnaði, tjón sem golfarar sjálfir verða fyrir eða jafnvel valda öðrum. Með þessari tryggingu ættu golfarar landsins því að geta einbeitt sér að því að bæta leik sinn áhyggjulausir.

Hola í höggi

Fari vátryggður holu í höggi á hann rétt á 20.000 kr greiðslu úr tryggingunni.

Kynntu þér nýja golftryggingu Sjóvá.