Starfsemi Promens er dreifð um allan heim og sér fyrirtækið því mikin hag í að geta skipt við einn aðila án tillits til staðsetningar. Þetta felur því í sér mikla einföldun á samskiptum sem og samræmingu á því tryggingaumhverfi sem einingar samstæðunnar búa við.
Með samstarfinu við Royal & SunAlliance er Sjóvá unnt, fyrst allra tryggingafélaga á Íslandi, að veita íslenskum alþjóðafyrirtækjum heildstæða eignatryggingavernd. Þjónustunet Sjóvá og Royal & SunAlliance nær til 133 landa og veitir þannig Promens aðgang að þjónustu samstarfsaðila félagsins í því landi sem starfsemin fer fram.