Sjóvá á Allt á hjólum í Fífunni

Sjóvá á Allt á hjólum í Fífunni

Um síðustu helgi var Sjóvá með bás á bílasýningunni „Allt á hjólum“ í Fífunni. Lögð var áhersla á þær fjölbreytta virðisaukandi þjónustu sem  félagið veitir viðskiptavinum sínum.

Samstarfsaðilar okkar sýndu viðgerðir á rúðum og smáréttingar. Gestir fengu frían rúðuplástur sem getur bjargað bílrúðunni og sparað stórfé. Einnig gátu þeir fengið upplýsingar um úrvinnslu ökutækjatjóna. Markmiðið með þátttöku í sýningunni var treysta sambandið við núverandi viðskiptavini, kynna Sjóvá og sýna hversu fjölbreytta þjónustu við veitum viðskiptavinum í tengslum við bílinn.
Við þökkum fjölmörgum gestum kærlega fyrir innlitið og vonum að þeir hafi haft gagn og gaman af heimsókninni.