Sjóvá gefur reiðskólanum í Hafnarfirði öryggisvesti

Sjóvá gefur reiðskólanum í Hafnarfirði öryggisvesti

Sjóvá hefur undanfarin ár átt gott samstarf við reiðskóla hér á landi og styrkt þá með gjöf á öryggisvestum fyrir yngstu knapana. Hefur þetta mælst vel fyrir og lítur Sjóvá á þetta sem mikilvægan þátt í þeim forvörnum sem fyrirtækið hefur staðið fyrir undanfarin ár.

Sjóvá afhenti reiðskólanum í Hafnarfirði öryggisvesti á dögunum og munu þau án efa nýtast vel í því starfi sem þar á sér stað. Í reiðskólanum eru tuttugu börn fyrir hádegi og tuttugu börn eftir hádegi, en skólinn verður starfræktur á sumrin frá byrjun júní til ágústloka.

Sjóvá óskar reiðskólanum til hamingju með vestin og velfarnaðar í starfi.