Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks

Birt í: Viðburðir / 24. apr. 2018 / Fara aftur í fréttayfirlit
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks

Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum.

Dagskrá

Tryggingar hjólreiðafólks

Hallgrímur Jónsson og Vigfús M. Vigfússon, vörustjórar hjá Sjóvá, ræða um hvaða tryggingar hjólreiðafólk þarf að hafa í götu- og fjallahjólreiðum og í keppnum hérlendis og erlendis. Einnig verður farið yfir hvernig best er að tryggja hjólreiðabúnaðinn.

Öryggi og reglur í hjólreiðakeppnum

María Sæmundsdóttir, fulltrúi í reglunefnd HRÍ og mótsstjóri, segir frá þeim reglum sem gilda í hjólreiðakeppnum og öðru sem keppendur þurfa að hafa í huga til að tryggja öryggi sitt og annarra þegar hjólað er í keppnishóp.

Fundarstjóri er Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá.

Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.

Sjá viðburð á Facebook.