Í haust hafði skólinn samband við okkur og spurðist fyrir um öryggisvesti handa krökkunum sem þau gætu klæðst þegar þau fara af skólalóðinni á vegum skólans. Sem betur fer gátum við orðið við bón þeirra og sendum þeim nokkur vesti.
Í morgun fengum við senda þessa skemmtilegu mynd af krökkunum þar sem þau íklæðast vestunum. Þau létu það ekki duga heldur skrifuðu öll undir myndina og það er augljóst að krakkarnir í Smáraskóla eru ekki bara skynsöm í umferðinni heldur líka dugleg að æfa sig að skrifa.
Í morgun fengum við senda þessa skemmtilegu mynd af krökkunum þar sem þau íklæðast vestunum. Þau létu það ekki duga heldur skrifuðu öll undir myndina og það er augljóst að krakkarnir í Smáraskóla eru ekki bara skynsöm í umferðinni heldur líka dugleg að æfa sig að skrifa.
Við þökkum líka kærlega fyrir okkur!