Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjóvá

Sæmundur Sæmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þjónustu- og rekstrarsviðs hjá Sjóvá-Almennum tryggingum. Sæmundur er tölvunarfræðingur að mennt og var síðastliðin 17 ár framkvæmdastjóri hjá Teris, auk þess sem hann hefur setið í ýmsum sérfræðinefndum á vegum fjármálafyrirtækja landsins.