Öryggisakademían - Samstarf um forvarnir

Öryggisakademían - Samstarf um forvarnir

Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg, hafa sett á stofn Öryggisakademíuna. Hlutverk hennar er að koma öryggis- og forvarnamálum í tengslum við flugelda á framfæri við alla aldurshópa.

Öryggisakademían er staðsett við flugeldaverksmiðju björgunarsveitanna og í tilraunastofu hennar vinna færustu vísindamenn að alls kyns tilraunum um forvarnir. Síðastliðnar vikur hafa þeir unnið sleitulaust við prófanir á flugeldum til að auka öryggi við notkun þeirra. Nú hafa fyrstu niðurstöður tilraunanna litið dagsins ljós og eru í formi stuttmynda úr Öryggisakademíunni. Þar koma fram 11 mikilvæg atriði sem hafa ber í huga þegar flugeldum er skotið upp. Þau verða kynnt landsmönnum í sjónvarpi og útvarpi á næstu dögum. Fólk á öllum aldri er beðið um að fylgjast vel með.

Hugmyndin með Öryggisakademíunni var að gera sjálfstætt framhald af einni þekktustu flugeldaauglýsingu félagsins, um flugeldaverksmiðju björgunarsveitanna. Því er notast við sama þemað og svipaða karaktera en við bætist klaufskt vélmenni sem gerir tilraunirnar á meðan vísindamennirnir fylgjast með.

Auglýsing 1 - Ekki handleika flugelda

Auglýsing 2 - Fjarlægð og undirstaða

Nánari upplýsingar um Öryggisakademíuna gefa Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvár í síma 844 2022 og Gunnar Stefánsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í síma 840 2500.


Góð ráð

 • Geymdu skotelda á öruggum stað.
 • Lestu vel leiðbeiningar sem fylgja flugeldum.
 • Vertu aldrei með flugelda í vasa.
 • Notaðu hanska til að vernda hendur.
 • Mundu eftir hlífðargleraugunum frá Sjóvá.
 • Hafðu sérstakar gætur á börnum.
 • Hallaðu þér aldrei yfir flugelda.
 • Kveiktu í með útréttri hendi.
 • Forðaðu þér um leið og logi er kominn í kveikiþráðinn.
 • Mundu að áfengi og flugeldar fara ekki saman.
 • Lokum gluggum og læsum útidyrum áður en farið er á brennu eða áramótafagnað.

Bæklingur með góðum ráðum við notkun flugelda