Sjóvá er í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ

Sjóvá er í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ

Þriðjudaginn 5. janúar var undirritaður samstarfssamningur um þátttöku Sjóvá í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ.  Sjóvá hefur til margra ára verið dyggur stuðningsaðili ÍSÍ og við erum stolt af samstarfi okkar við íþróttahreyfinguna.

Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ kemur fram að framundan séu mörg stór verkefni hjá ÍSÍ. Árið 2012 verður Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands 100 ára og er afmælisundirbúningur þegar hafinn. Á tímabilinu 2010-2012 eru sex ólympísk verkefni; Vetrarólympíuleikarnir í Vancouver í febrúar nk., Ólympíuleikar ungmenna í Singapore síðar á þessu ári, Sumar- og Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) 2011, Smáþjóðaleikarnir í Liechtenstein 2011 og Sumarólympíuleikarnir í London 2012.

Fyrir utan að vera eitt af fjórum fyrirtækjum í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ þá hefur Sjóvá verið aðalstyrktaraðili Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ síðastliðin 15 ár og átt ánægjulegt og farsælt samstarf við uppbyggingu hlaupsins sem er orðið fjölmennasti og útbreiddasti almenningsíþróttaviðburður á Íslandi.