Barnatrygging tekur breytingum

Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. tóku nú um áramótin við vátryggingarstofni Barnatryggingar af Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. tóku þar með yfir alla vátryggingarsamninga og vátryggingarskuldbindingar vegna Barnatryggingar. Á sama tíma taka nýir skilmálar Barnatryggingar gildi sem almennt auka vátryggingarverndina. Í bréfi sem sent er til allra vátryggingartaka við endurnýjun Barnatryggingar árið 2012 má lesa samantekt um þær breytingar sem hafa orðið á tryggingunni. Allar nánari upplýsingar má fá finna í skilmálum tryggingarinnar og á vefsíðu félagins.
Við þessa breytingu verður ársiðgjald barnatryggingarinnar kr. 12.947 og verður nú í fyrsta sinn veittur Stofnafsláttur af iðgjaldinu. Systkinaafsláttur er 10%.

Samkvæmt 4. mgr. 82 gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingarstarfsemi geta vátryggingartaka sagt upp vátryggingarsamningi sínum við viðkomandi félag frá þeim degi sem flutningur stofnsins er heimilaður tilkynni þeir uppsögn skriflega innan mánaðar.

Vegna yfirflutningsins er seinkun á endurnýjun barnatryggingar 1. janúar 2012 og 1. febrúar 2012 sem félagið mun senda frá á næstu dögum.

Nánar um barnatryggingu

Breytingar á skilmálum

Tilkynning um betri Barnatryggingu