Fréttatilkynning - Aðalfundur Sjóvár 2013

Viðburðaríkt ár í rekstri Sjóvár

Afkoma Sjóvár-Almennra trygginga hf. árið 2012 var góð og nam hagnaður ársins 2.057 m.kr. en var 642 m.kr. árið áður. Góð afkoma var bæði af vátryggingarekstri félagsins og fjárfestingastarfsemi þess. Samsett hlutfall Sjóvár var 94,5% samanborið við 96,6% árið áður.

Efnahagur félagsins styrkist og aðlagað gjaldþolshlutfall samstæðunnar hækkaði úr 2,73 í 3,62 á árinu. Eignasafn félagsins er mjög traust og það á ríkisskuldabréf til að mæta eigin tjónaskuld og ríkisskuldabréf og bankainnstæður til að  mæta eigin vátryggingaskuld. Samtals nema verðbréfaeign og laust fé félagsins 30.459 m.kr. en skuldir félagsins eru 23.239 m.kr. Eiginfjárhlutfall félagsins í lok árs 2012 var 37,2%. Efnahagur Sjóvár er því mjög traustur.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, „Árið 2012 var viðburðaríkt í rekstri félagsins. Afkoma Sjóvár var góð á árinu og er efnahagur félagsins afar traustur. Góð afkoma skýrist annars vegar af hagstæðum ytri skilyrðum og hins vegar er það uppbyggingarstarf sem ráðist hefur verið í innan félagsins farið að bera ávöxt. Árangur okkar kemur ekki eingöngu fram í góðri afkomu heldur einnig bættri starfsánægju og hærri einkunn Sjóvár í Íslensku ánægjuvoginni.“

Helstu lykiltölur úr ársreikningi Sjóvár:

 • Hagnaður ársins 2012 nam 2.057 m.kr. en var 642 m.kr. árið 2011
 • Eigin iðgjöld jukust um 4,4% á milli ára, námu 11.541 m.kr. en voru 11.053 árið áður
 • Fjárfestingatekjur námu 2.530 m.kr. en voru 2.909 m.kr. árið 2011.
 • Aðrar tekjur námu 196 m.kr. samanborið við 174 m.kr. árið 2011
 • Heildartekjur námu 14.266 en voru 14.136 árið 2011
 • Samsett hlutfall félagsins var 94,5% samanborið við 96,6% árið áður+
 • Tjónshlutfallið á árinu var 64,2% samanborið við 67,5% árið 2011
 • Heildareignir voru 40.285 m.kr. en 37.612 í lok árs 2011
 • Eigið fé félagsins var 14.991 m.kr. samanborið við 12.934 m.kr. árið áður
 • Eiginfjárhlutfallið var 37,2% en 34,4% í lok árs 2011
 • Reiknað gjaldþol var 10.048 m.kr. samanborið við 7.540 m.kr. árið 2011
 • Aðlagað gjaldþolshlutfall samstæðunnar var 3,62 í lok árs samanborið við 2,73 í lok árs 2011

Á aðalfundi félagsins sem haldin var 21. mars sl. var samþykktum þess breytt til að þær uppfylli skilyrði um skráningu í kauphöll. Einnig var á fundunum gerð breyting á samþykktum í því skyni að uppfylla breytingu á 63. gr. laga nr. 2/1995 sem tekur gildi 1. september 2013 og kveður á um tiltekna skiptingu kynja í stjórn félagsins.

Í stjórn voru kjörin:

Erna Gísladóttir
Tómas Kristjánsson
Ingi Jóhann Guðmundsson
Heimir Haraldsson
Kristín Haraldsdóttir

Varamenn í stjórn voru kjörin:

Garðar Gíslason
Jón Diðrik Jónsson
Erna Hlíf Jónsdóttir
Axel Ísaksson
Þórhildur Ólöf Helgadóttir

Stjórn Sjóvár uppfylla því tilskylda skiptingu kynja sem lögbundin verður frá 1. september 2013.

Nánari upplýsingar gefur Hermann Björnsson forstjóri í síma 440-2000.

Ársskýrsla Sjóvár 2012