Safetravel dagurinn

Safetravel dagurinn

Slysavarnarfélagið Landsbjörg stendur í dag, 28.júní, fyrir Safetravel deginum í áttunda sinn.

Á þessum degi vekja slysavarna- og björgunarsveitir athygli á umferðaröryggi og spjalla við ökumenn víðsvegar um landið um ábyrgan akstur.

Safetravel dagurinn markar einnig upphaf hálendisvaktarinnar sem björgunarsveitirnar starfrækja á hverju sumri. Liðsmenn þeirra eru þá til taks á hálendinu vegna leitar- og björgunaraðgerða sem styttir viðbragðstíma. Þá veita þeir ferðalöngum einnig leiðbeiningar og fræðslu.

Liðsmenn sveitanna verða á 66 fjölförnum stöðum á landinu í dag þar sem þau spjalla við ökumenn um góða ferðahegðun og afhenda fræðsluefni. Við hvetjum fólk til að taka vel á móti sveitunum og þessu frábæra framtaki þeirra til að stuðla að auknu umferðaröryggi.

Björgunarsveitirnar verða m.a. á eftirfarandi stöðum í dag:

Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Garðskagaviti, Hyrnutorg, Gestastofan Malarrifi, Tjaldsvæðið Patreksfirði, N1 skálinn Ísafirði, N1 skálinn Blönduósi, Olís Varmahlíð, N1 Leirunesti, Tjaldsvæðin Mývatni, N1 Egilsstöðum, Tjaldsvæðið Djúpavogi, Hlíðarendi Hvolsvelli, Olís Selfossi og ekki má gleyma Vestmannaeyjum