Stjórnendur Sjóvár tilnefndir til verðlauna

Stjórnunarverðlaun Stjórvísi verða veitt í fjórða sinn 12. mars næstkomandi.  Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og vera hvatning til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs.  Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár og Auður Daníelsdóttir framkvæmdastjóri tjónasviðs eru tilnenfnd í ár.

Ákveðin viðmið eru lögð til grundvallar tilnefningum. Þessi viðmið eru:
  • Árangursstjórnun
  • Nýsköpun og þróun
  • Forysta
  • Rekstrarumhverfi
Dómnefndina skipa:
  • Agnes Gunnarsdóttir, situr í stjórn Stjórnvísi og er framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska Gámafélagsins.
  • Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi Capacent.
  • Bára Sigurðardóttir formaður dómnefndar og mannauðsstjóri hjá Termu.
  • Helgi Þór Ingason, dósent og forstöðumaður MPM náms við HR
  • Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar.
  • Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana

Nánar á vef Stjórnvísi.