Eldvarnir fyrirtækja – nýtt fræðsluefni

Eldvarnir fyrirtækja og stofnana eru mikilvægar og reynslan hefur sýnt að ekki þarf að fara í kostnaðarsamar eða viðamiklar aðgerðir til þess að auka öryggi starfsfólks og koma í veg fyrir tjón.  Góðar eldvarnir treysta rekstraröryggi fyrirtækis. Sjóvá hvetur fyrirtæki og stofnanir til þess að kynna sér fræðsluefni Eldvarnabandalagsins og innleiða eigið eldvarnareftirlit í fyrirtækjum. Jafnframt hvetur Sjóvá forráðamenn fyrirtækja til þess að nýta sér fræðsluefni Eldvarnabandalagsins til þess að auka skilning starfsfólks á mikilvægi eldvarna bæði í starfi og einkalífi.