Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur vegna skattskyldu sjúkdómatryggingarbóta

Í dag var kveðinn upp héraðsdómur sem staðfestir túlkun yfirskattanefndar um skattskyldu bóta úr sjúkdómatryggingu. Kona sem fékk bætur úr sjúkdómatryggingu Friends Provident árið 2007 höfðaði mál gegn íslenska ríkinu til þess að fá úrskurði yfirskattanefndar hnekkt en tapaði málinu. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar.

Mikilvægt er að upplýsa um það óvissuástand sem uppi er vegna skattskyldu við sölu og afgreiðslu sjúkdómatrygginga. Það er ekki fyrr en við dóm Hæstaréttar sem endanleg niðurstaða verður en við höfum verið að upplýsa tjónþola sem fá greiddar bætur um þessa stöðu síðan í vetur. Mikilvægt er að sölufólk gefi ekki út upplýsingar um óyggjandi skattfrelsi þessara bóta. Það skal þó upplýst að skattyfirvöld hafa enn ekki brugðist sérstaklega við með því að biðja um upplýsingar um greiddar bætur aftur í tímann. Óljóst er því hvort tjónþolar fái rukkun aftur í tímann eins og staðan er í dag. Unnið er að því að fá lögunum breytt.