Á samverustundinni hefur skapast hefð fyrir því að afhenda góðgerðar- eða líknarfélagi fjárstyrk sem nemur sparnaði Sjóvá við að senda eingöngu rafræn jólakort á viðskiptavini í stað jólakorta á pappír. Í ár var það Geðhjálp sem fékk framlagið og afhennti Hermann Björnsson forstjóri Björtu Ólafsdóttur formanni Geðhjálpar styrkinn.
Þess má geta að Sjóvá er eitt þeirra fyrirtækja sem tekur þátt í verkefninu Geðveik Jól 2011 sem er skemmtlegt verkefni sem Geðhjálp stendur að.
Á myndinni eru Víkingur Viðarsson frá Drengjakór Sjóvá, Björt Ólafsdóttir formaður Geðhjálpar og Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá.