Sjóvá hlýtur hvatningarverðlaun jafnréttismála

Sjóvá hlýtur hvatningarverðlaun jafnréttismála

Sjóvá hlaut í dag hvatningarverðlaun jafnréttismála 2020 en verðlaunin eru veitt árlega fyrirtæki sem hefur stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt í starfsemi sinni. Það eru Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök Atvinnulífsins, Háskóli Íslands og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð standa að verðlaununum.

Það var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti Hermanni Björnssyni, forstjóra og Ágústu Bjarnadóttur, forstöðumanni mannauðs verðlaunin.

Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.:

Sjóvá var fyrsta fyrirtækið til að fá 10 á kynjakvarða Kauphallarinnar GEMMAQ og hefur náð góðum árangri í að jafna kynjahlutföll með skýrri stefnu og skipulögðum ákvörðunum um ráðningar.
Stjórnendur eru sannfærðir um að áhersla á jafnrétti skilar rekstrarlegum ávinningi og horfa þau á jafnréttismál sem hluta af aðgerðum til að auka arðsemi. Sjóvá sýnir mikið frumkvæði með því að bjóða upp á framlengingu fæðingarorlofs sem nemur sex vikum á 80% launum. Jafnréttisýn og árangur Sjóvár er hvetjandi fyrir önnur fyrirtæki og hefur Sjóvá tekið mjög virkan þátt í umræðum um jafnréttismál.

Við hjá Sjóvá erum afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu og lítum á hana sem hvatningu til að vinna áfram að þessum mikilvæga málaflokki af krafti.

Sjá frétt á vef SA.

Sjá nánar um stöðu jafnréttismála hjá Sjóvá í ársskýrslu 2019