Laus störf

Við leitum að tveimur framúrskarandi einstaklingum í eftirfarandi störf:

Ráðgjafi á fyrirtækjasviði

Sölu- og markaðsstarf
Vegna aukinna verkefna auglýsum við eftir ráðgjafa í sölu- og markaðsteymi félagsins á fyrirtækjamarkaði.

Við leitum að öflugum starfsfélaga með framúrskarandi söluhæfileika og þjónustulund. Viðkomandi þarf einnig að geta sýnt frumkvæði og sjálfstæði í ákvarðanatöku. Reynsla af sölustörfum og/eða þjónustu við fyrirtæki er skilyrði auk haldgóðrar menntunar er nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vátryggingastarfsemi.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Ágústa Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, í síma 440-2323. Umsóknir ásamt ferilsskrá skulu sendar á starfsumsokn@sjova.is, merktar "ráðgjafi" fyrir 10. febrúar nk.


Viðskiptastjóri á Húsavík

Viðskiptastjóri
Sjóvá auglýsir eftir viðskiptastjóra í útibú félagsins á Húsavík. Helstu verkefni eru umsjón og ábyrgð á rekstri í samvinnu við útibússtjóra, sala og ráðgjöf við viðskiptavini, tjónaþjónusta og önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af fjármálafyrirtækjum eða vátryggingastarfsemi er kostur
  • Haldgóð tölvufærni
  • Þjónustulund og söluhæfileikar
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2008.
Umsóknir óskast sendar á starfsumsoknir@sjova.is, merktar "Viðskiptastjóri-Húsavík".

Nánari upplýsingar veita:
Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri á Akureyri, jon.gudmundsson@sjova.is, sími 440-2370
Jón Helgi Gestsson, útibússtjóri á Húsavík, jon.gestsson@sjova.is, sími 440-2426Sjóvá er leiðandi félag sem leggur metnað sinn í að tryggja verðmætin í lífi fólks. Boðið er upp á gott starfsumhverfi fyrir hæft starfsfólk, ásamt tækifæri fyrir hvern og einn til að eflast og þróast í starfi.