Sjóvá færir reiðskólum á Akureyri öryggisvesti að gjöf
Í gær afhenti Sjóvá reiðskólum Léttis og Káts á Akureyri öryggisvesti að gjöf. Gjöfin er mjög vegleg og tryggja að þeir krakkar sem fara í Reiðskólana á Akureyri eru í besta hugsanlega öryggisbúnaði.
Mikil umræða hefur skapast um öryggismál hestamanna undanfarin ár og hefur Sjóvá verið í forystu hvað varðar vakningu fyrir notkun á öryggisvestum fyrir börnin okkar. Við trúum því að öryggisvesti verði áður en langt um líður orðin staðalbúnaður fyrir yngstu knapana okkar.
Þessi öryggisvesti eru nýjung hér á landi en mjög góð reynsla er af þeim erlendis. Vestin eru gefin í tilefni þess að Hestamannafélagið Léttir á Akureyri er 80 ára og hefur tekið í notkun nýja og glæsilega reiðhöll. Gera má því ráð fyrir að þátttakendum á reiðnámskeiðum fyrir norðann muni fjölga mikið á næstunni.
Á myndinni sjást fulltrúar Sjóvá afhenda öryggisvestin