Kvennakór í Kvennahlaupi

Kvennakór í Kvennahlaupi

Stelpurnar í Kvennakór Reykjavíkur voru í söng- og skemmtiferð í Ungverjalandi 13. - 21. júní. Þær létu það þó ekki aftra sér frá því að taka þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ heldur tóku með sér boli og skipulögðu sitt eigið hlaup. Þær hlupu með ánni Tisza í Szeged og eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan hreppti þessi fríði hópur frábært veður, rétt eins og konurnar hér á Íslandi.

Þú getur skoðað myndir frá Sjóvá kvennahlaupi ÍSÍ hér.

Myndir

Smelltu á mynd til að stækka