Núna getur þú keypt líf- og sjúkdómatryggingu á netinu

Núna getur þú keypt líf- og sjúkdómatryggingu á netinu

Það er mikilvægt að tryggja framtíð okkar nánustu. Ungt fólk er hins vegar oft önnum kafið og þannig ýmislegt sem getur seinkað því að sækja um líf- og sjúkdómatryggingu. Við höfum núna opnað fyrir rafrænar umsóknir um líf- og sjúkdómatryggingar, fyrst íslenskra tryggingafélaga. Þar er hægt að ganga frá umsókn á einfaldan og öruggan hátt, þegar þér hentar.

Þú getur sótt um líf- og sjúkdómatryggingu hér. Það tekur aðeins um 15 mínútur að sækja um. Þú getur hætt hvar sem er í ferlinu og komið aftur síðar því allar upplýsingarnar sem þú varst búin/n að setja inn vistast í umsókninni þinni. Þú undirritar síðan með rafrænum skilríkjum. Ef einhverjar spurningar vakna í ferlinu geturðu heyrt í okkur á netspjallinu.

Ungt fólk getur verið með góða líf- og sjúkdómatryggingu fyrir svipaða upphæð og það greiðir í áskrift að Netflix eða Spotify á mánuði. Það er því eitt það skynsamlegasta sem þú getur gert þegar þú ert ungur að líf- og sjúkdómatryggja þig, bæði fyrir þig og fjölskylduna þína.

Nánar um líf- og sjúkdómatryggingu.