Viðskiptavinir Sjóvár styrkja Ljósið

Viðskiptavinir Sjóvár styrkja Ljósið

Ljósið, endurhæfingar-­ og stuðningsmiðstöð krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, fékk 2.5 milljóna króna peningagjöf frá viðskiptavinum Sjóvár á dögunum.

Tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir Sjóvár í Stofni fá endurgreiddan hluta iðgjalda sinna á hverju ári. Líkt og undanfarin ár áttu þeir kost á því að gefa til góðgerðarmáls þegar þeir ráðstöfuðu Stofnendurgreiðslu sinni. Í ár gátu þeir gefið til Ljóssins og alls gáfu viðskiptavinir Sjóvár 2.5 milljónir til félagsins.

Elva Björg Pálsdóttir, einn viðskiptavina Sjóvár, færði Ernu Magnúsdóttur hjá Ljósinu gjöfina fyrir hönd viðskiptavina Sjóvár þann 15. október sl. Áður hafa viðskiptavinir Sjóvár í Stofni styrkt félög á borð við Rauða krossinn, Einstök börn og Barnaspítala hringsins.


Á meðfylgjandi mynd eru Elva Björg Pálsdóttir viðskiptavinur Sjóvár, Erna Magnúsdóttir forstöðumaður Ljóssins, Steinunn Eir Ármannsdóttir viðskiptastjóri Sjóvár og Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár.