Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur góð ráð í dag

Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur góð ráð í dag

Í dag, föstudaginn 28. júní, verða sjálfboðaliðar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg á völdum Olís-stöðvum um allt land og afhenda ferðalöngum poka með fræðsluefni, framrúðuplástrum og smá glaðningi sem getur komið sér vel á ferðalögum um landið.

Vaktin verður staðin frá kl. 16 - 20 eða svo lengi sem birgðir endast. Á sama tíma leggja fyrstu hópar sjálfboðaliða á hálendið þar sem björgunarsveitir verða með svokallaða Hálendisvakt í júlí og ágúst. Hálendisvaktin styttir viðbragðstíma til muna og eykur þannig öryggi þeirra sem á hálendinu eru.
Kíktu á landsbjörg.is og sjáðu á hvaða Olís-stöðvum þú getur átt von á glaðningi frá Landsbjörgu.
Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetja til öruggra ferðalaga í sumar.