Opinn fundur um umferðaröryggismál

Opinn fundur um umferðaröryggismál

Föstudaginn 11. október næstkomandi verður opinn fundur í Sjóvá í Kringlunni 5 um umferðaröryggismál. Á fundinum verður rætt um samspil dekkja og áhrif þeirra á fjölda tjóna en skv. athugun Sjóvár eru sterk tengsl á milli ástands dekkja og umferðaróhappa. Þá eru mun minni kröfur gerðar til munstursdýptar á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og umhugsunarefni hvort það hefur áhrif á fjölda tjóna.

Á fundinum verða tveir finnskir sérfræðingar með reynslu af þróun vetrardekkja og prófunum á þeim.  Þeir munu m.a. ræða um gæði dekkja og áhrif þeirra á umferðaröryggi og umhverfismál.  Einnig hefur helstu hagsmunaaðilum verið boðið á fundinn, bæði frá stofnunum og fyrirtækjum.
Fundurinn stendur frá 14:00 til 15:30 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.