Yfirlýsing frá Sjóvá

Húsleit ekki tengd tryggingastarfsemi Sjóvár


Vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun skal áréttað að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera.

Stjórnendur og starfsfólk Sjóvár hafa lagt sig fram um að aðstoða starfsmenn sérstaks saksóknara við að útvega þau gögn sem óskað hefur verið eftir.
Hörður Arnarson,
forstjóri Sjóvár.