Sjova.is hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna

Sjova.is hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna

Við erum ótrúlega stolt af tilnefningunni á vef okkar sjova.is til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum Fyrirtækjavefur ársins 50+. Kosmos & Kaos og Vettvangur voru okkur til halds og traust í þessu krefjandi og skemmtilega verkefni. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið því við munum statt og stöðugt vinna að því að gera vefinn sem aðgengilegastan fyrir alla þá sem hann heimsækja. Við þökkum Samtökum vefiðnaðarins innilega fyrir tilnefninguna.